Holland - Ísland 12 - 1

Jæja í dag voru það Hollendingar þetta var harður og erfiður leikur sem við töpuðum 12 – 1. Allt annað var að sjá drengina í dag en í gær þeir léku mikið betur og stóðu sig bara vel. Hollendingar, Rúmenar og heimamenn Pólverjar eru með sterkustu liðin í mótinu og gegn þessum liðum gildir fyrst og fremst að leika varnarleik og halda markatölunni niðri. Maður leiksins var Brynjar Þórðarson sem átti góðan dag og lagði sig allan í leikinn. Andinn í liðinu er góður drengjunum líður vel. Aðbúnaður hér í Póllandi er góður, hótelið gott og maturinn í lagi þó að mönnum finnist pólverjarnir ekki ná bragðinu hennar mömmu...