Holland - Ísland 11 - 1

Það var erfiður leikur í dag sem strákarnir okkar voru að leika út í Ungverjalandi, Hollendingar ásamt Úkraínu og Ungverjalandi eru sterku þjóðirnar 3 í þessum riðli og megum við sjálfsagt hrósa happi að fá ekki verri skell gegn þessum þjóðum og þó sérstaklega Úkraínu sem hefur verið að leika á móti Rússum og tapa einungis 3-2 gegn þeim.

Fyrsti leikhluti var okkur erfiður en honum töpuðum við 6 - 0 síðan kom 1 - 0 í öðrum leikhluta og sá síðasti var síðan 4 - 1. Það var Daníel Eriksson sem beit í skjaldarrendur og skorðaði á síðustu mínútum leiksins, fyrsta mark Íslands í þessu móti

Á morgun þriðjudag eigum við frídag og síðan á miðvikudag eigum við að leika við Belga, það er lykil leikur fyrir okkur, í þessum leik felast helstu vonir okkar um að halda sæti okkar í annarri deild. Leikurinn verður leikinn klukkan 15:30 að Ungverskum tíma eða 13:30 að Íslenskum. Vonandi ná strákarnir okkar sér upp úr þessari ágjöf en að tapa svona erfiðum leikjum getur verið erfitt fyrir trúnna á sjálfa sig.

Við sendum baráttukveðjur til strákanna og vonum að þeir skelli Belgunum. ÁFRAM ÍSLAND