Hokkíveislan hófst í dag í Laugadalnum

Þjóðsöngurinn spilaður í lok leiks
Þjóðsöngurinn spilaður í lok leiks

Undankeppni Ólympíuleikanna hófst í dag með tveimur leikjum. Fyrri leikur dagsins var leikur kattarins að músinni þegar Eistland vann heldur auðveldan 21 - 0 sigur á Búlgaríu.

Kl 19:00 hófst svo leikur Íslands og Suður Afríku. Það er langt síðan þessi tvö lið mættust síðast en það er gaman að segja frá því að þegar Ísland tók fyrst þátt á heimsmeistaramóti með fullorðinslið, þá var það í Suður Afríku árið 1999 og þá áttum við ekki roð í gestgjafanna. En nú er öldin önnur og yfirburðir Íslands voru töluverðir. Leiknum lauk með 9 - 0 sigri og tölfræðin er öll á sama veg og t.d. vorum við með 47 skot á móti 9 frá gestunum. Í íslenska markinu stóð Jóhann Björgvin Ragnarsson og hélt hreinu og það er síður en svo auðvelt þegar skotin eru svona fá.

 Loturnar fór allar 3 - 0 og markaskorun dreifðist vel því 8 leikmenn skoruðu mörkin.  Níels Hafsteinsson skoraði tvö mörk og var í lok leiks valinn besti leikmaður íslenska liðsins.  Annars röðuðust stigin svona:  Gunnar Arason 1/0, Hákon Magnússon 1/1, Andri Mikaelsson 1/0, Viggó Hlynsson 1/1, Bjarki Jóhannesson 1/1, Ormur Jónsson 1/0, Unnar Rúnarsson 1/1, Jóhann Leifsson 0/1, Uni Blöndal 0/1, Halldór Skúlason 0/1, Hilmar Sverrisson 0/1.   Hákon, Ormur og Viggó voru þarna að skora sín fyrstu mörk í fullorðinsliði.

Hákon, Ormur og Viggó.

Viggó, Ormur og Hákon Marteinn

Níels Hafsteinsson, maður leiksins í liði Íslands

Níels Hafsteinsson, maður leiksins í liði Íslands

 Mótið heldur áfram á morgun og fyrst mætast Eistland og Suður Afríka kl 15:30, og kl. 19:00 tekur Ísland á móti Búlgaríu.  Þó Búlgarir hafi fengið útreið í dag gerum við engu að síður ráð fyrir hörkuleik og hvetjum alla til að koma í skautahöllina í Laugadalnum og hvetja styðja okkar menn til sigurs - áfram Ísland!