Hokkíveisla á Akureyri á morgun laugardag

Leiknir verða 2 leikir í meistaraflokki karla á Akureyri á morgun laugardag. Klukkan 17:00 tekur SA á móti Bjarnarmönnum. SA menn þurfa á sigri að halda til þess að dragast ekki um og of afturúr og komast inn í deildarkeppnina. Þetta verður án nokkurs vafa spennandi og skemmtilegur leikur. Komast SA menn framhjá Alexi markverði Bjarnarmanna sem hefur varið gríðarlega vel það sem af er mótinu. Bjarnarmenn þurfa hinsvegar að komast í gengum múinn hjá Kobezda sem oft hefur verið erfiður viðureignar.

Klukkan 20:00 taka svo Narfamenn á móti SRingum, Líklegt er svona fyrirfram að það verði leikur kattarins af músinni. Narfamenn hafa átt erfitt uppdráttar í fyrstu leikjum mótsins en þeir hafa hingað til leikið án erlendra leikmanna. Þeir hafa nú sótt um leikleyfi fyrir Amerískan leikmann en ekki er vitað á þessari stundu hvort að það verður komið í gegn fyrir leikinn. SRingar eru enn með fullt hús stiga og verða því eflaust erfiðir viðureignar.

Við hvetjum alla Akureyringa og nærsveitamenn að fjölmenna í Skautahöllina á Akureyri til þess að horfa á SVALASTA SPORT Í HEIMI.