Hokkíveisla á Akureyri á laugardaginn

Mikið verður um að vera í íshokkí á Akureyri næsta laugardag, en þá verða leiknir 2 lokaleikir fyrstu umferðar á íslandsmóti karla. klukkan 17:00 eigast við Narfi og Björninn og síðan klukkan 20:00 eigast við SA og SR.

Á morgun fimmtudag klukkan 19:00 eigast síðan við í Laugardal SR og Björninn í 2 aldursflokki eða leikmenn yngri en 18 ára.