Hokkítímabilið

Frá barnamóti fyrr í vetur                                                                                  Mynd: Ómar Þór Edvardsson

Nú fer hokkítímabilinu að ljúka þetta árið Þó eru enn tvö helgarmót eftir og fara þau fram um næstu helgi.

Í Skautahöllinni í Laugardal fer fram mót í 5; 6. og 7 flokki en mótið hefst á föstudag og lýkur ekki fyrr en á sunnudag. Rétt einsog í fyrri mótum verður efalaust mikið fjör og vonandi að sem flestir foreldrar mæti og horfi á börnin sín í leik.

Á Akureyri verður síðan haldið mót í 3. flokki en þar er einnig um helgarmót að ræða sem hefst á laugardegi og lýkur á sunnudegi.

Dagskrá mótanna má sjá hér hægra meginn á síðunni.

HH