Hokkímyndir

Það hefur verið mikið úrval af hokkímyndum síðustu vikurnar og enn bætist í sarpinn. Þeir sem vafra um síðuna hjá okkur hafa mjög líkalega rekist á myndaalbúmin tvö frá Kristjáni Maack en þar má sjá myndir úr öllum leikjum Íslands á síðasta HM. Þau má finna hér og hér.

Í vikunni barst okkur síðan tengill frá eistneska íshokkísambandiu  á myndir sem teknar voru á verðlaunaafhendingunni en þar voru okkar menn í verðskulduðu hlutverki.

Að lokum má benda á að komnar eru inn myndir frá NIAC-kvennamótinu sem Sigurgeir Haraldsson tók en mótið fór fram í byrjun apríl. Albúmið má finna hér.

Myndina tók Kristján Maack.

HH