Hokkímenn ársins

Hokkíárið 2009 hófst með því að hokkímenn ársins 2008 þau Flosrún Vaka Jóhannesdóttir og Jón Benedikt Gíslason veittu viðurkenningum sínum móttöku í hófi sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hélt ásamt Samtökum íþróttafréttamanna.

Segja má að hokkíárið sé nú einnig hafið hjá okkur að fullum krafti því nú fara að leikir af öllum stærðum og gerðum að hefjast og meira líf færist í heimasíðuna okkar. Þess má geta að á síðasta ári voru skrifaðar tæplega 300 fréttir og tilkynningar á forsíðuna á heimasíðunni og verður það bara að teljast ágætis afköst.

Síðustu tvö árin hef ég skrifað áramótapistil og svo var einnig þetta árið nema hvað hann hefur ekki verið birtur ennþá þar sem ég var ekki ánægður með hann. Sjáum hvað setur.

Gleðilegt ár

Myndin var tekin úr hófi sem ÍSÍ og Samtök Íþróttamanna héldu þ. 2. janúar og á henni má m.a. sjá fyrrnefnda hokkímenn ársins.

HH