Hokkíkvöld

Hokkíþyrstum Íslendingum og öðrum gestum er bent á að klukkan 21.00 hefst í Laugardalnum leikur Skautafélags Reykjavíkur og Bjarnarins í 2. flokki karla. Bjarnarmenna fóru mikinn um síðustu helgi í þessum flokki og unnu norðanmenn tvívegis. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að SR-ingar eru núverandi íslandsmeistarar í flokknum og hafa unnið alla sína leiki nema einn. Það var reyndar gegn Birninum. Það er semsagt von á hörkuleik.

HH