Hokkíhelgin


Úr myndasafni                                                                                                           Mynd: Sigrún Björk Reynisdóttir

Hokkíhelgin að þessu sinni er stór og mikil þó minnstur partur af henni að þessu sinni sé íslandsmótið í íshokkí. 

Við sögðum frá öllu því sem stelpurnar ætla að gera í frétt hérna í gær en einnig verður mót heldri manna haldið í Egilshöll um helgina. Í heldri manna mótinu munu mætast lið frá Bandaríkjunum, Kanada, Þýskalandi og einnig að sjálfsögðu íslensk lið frá SA og SR, Birninum og Skógarhlíðinni. Dagskrá mótsins má sjá hér.

Í kvöld föstudag mætast svo í Skautahöllinni í Laugardal lið SR og Víkinga í meistaraflokki karla og hefst leikurinn klukkan 20.15. Eitthvað er um meiðsli í báðum liðum og þannig hafa Arnþór Bjarnason og Þórhallur Viðarsson verið frá um nokkurn tíma hjá heimamönnum. Ekki er ljóst hvort Sigurður S. Sigurðsson og Prpchzka  Zdenek eiga heimangengt með Víkingum. Þrátt fyrir það er hægt að lofa spennandi leik í Laugardalnum á morgun.

HH