Hokkíhelgin


Úr myndasafni                                                                                                         Mynd: Sigrún Björk Reynisdóttir

Það eru sjö leikir á dagskrá helgarinnar að þessu sinni og allir fara þeir fram sunnan heiða að þessu sinni.

Ballið byrjar í kvöld en þá hefst mót í 3. flokki og fer það fram í skautahöllinni í Laugardal. Leikið verður í kvöld en einnig á morgun og sunnudag en þarna má sjá framtíðina í íslensku íshokkí koma og spila. Dagskrá mótsins má finna hér.

Á laugardaginn mætast síðan í Egilshöll í meistaraflokki karla lið Húna og Jötna. Bæði lið mæta ágætlega mönnuð til leiks en nýlega fékk David MacIsaac þjálfari Bjarnarins leikheimild og mun hann þvi að öllum líkindum leika sinn fyrsta leik á morgunn hér á klakanum með Húnum. Sturla Snær Snorrason og Sigurður Óli Árnason koma einnig til með að leika með Húnum að þessu sinni. Úlfur Einarsson mun leika með Jötnum en einnig mátti sjá Hilmi Frey Guðmundsson með þeim í síðasta leik en hann hefur hafið leik að nýju eftir nokkurt hlé. 

HH