Hokkíhelgin

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Hokkíhelgin að þessu sinni fer  fram bæði norðan og sunnan heiða að þessu sinni.

Strax í fyrramálið hefst mót í 4. flokki en mótið fer fram á Akureyri. Um er að ræða bikarmót sem kennt er við Bautann en þetta er eina mótið í flokknum þetta árið sem ekki telur með í stigum til íslandsmóts. Þetta er jafnframt fyrsta mótið í barna- og unglingaflokki á þessu tímabili.

Afgangurinn af hokkíhelginni fer síðan fram í Egilshöllinni. Klukkan 16.30 eigast við Húnar og Jötnar í meistaraflokki karla. Ekki hefur enn borist liðslisti frá Húnum en norðanmenn munu mæta með mjög ungt lið til leiks. Sjálfsagt verður á brattann að sækja fyrir gestina enda mikið mannaval í Grafarvoginum.

Að karla leiknum loknum mæsta Björninn og SA í meistaraflokki kvenna. Einsog áður hefur komið fram er nú leikið með nýju fyrirkomulagi í meistaraflokki kvenna og leikurinn gæti orðið mjög jafn og spennandi. Þjáflarar stúlknanna passa greinilega betur uppá sína liðslista en liðin má sjá hér

HH