Hokkíhelgin

Mynd: Elvar Freyr Pálsson
Mynd: Elvar Freyr Pálsson

Hokkíhelgin að þessu sinni fer fram í Laugardalnum en þá verða leiknir tveir leikir í meistaraflokki karla og kvenna.

Fyrri leikurinn er leikur Skautafélags Reykjavíkur og Jötna og hefst leikurinn klukkan 17.30. Heimamenn í SR áttu erfitt uppdráttar á síðasta tímabili og ætla sér sjálfsagt að bæta úr þetta árið. Liðið hefur fengið til sín tvo erlenda leikmenn þá Miloslav Racansky og Zdenek Prochazka en sá síðarnefndi sér einnig um þjálfun liðsins. Einnig eru þeir Arnþór Bjarnason, Ragnar Kristjánsson og Daníel Freyr Jóhannsson komnir til baka. Jötnar á hinn bóginn mæta með nokkuð af ungum og nýjum nöfnum sem eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki s.s. einsog Róbert Guðnason og Aron Hákonarson.

Að karlaleiknum loknum mæstast SR-stúlkur liði SA  og ætti sá leikur að hefjast uppúr klukkan 20.00. SR-konur máttu síðastliðin þriðjudag þola níu marka tap gegn Birninum og sjálfsagt verður á brattann að sækja fyrir þær í leiknum gegn norðankonum. Vegna breytts fyrirkomulags í deildarkeppni kvenna mæta norðankonur með eina fimm leikmenn sem eru að spila sinn fyrsta leik í meistaraflokki og meðalaldur liðsins því mjög lágr. 

HH