Hokkíhelgin

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Hokkíhelgin að þessu sinni er fjölbreytt og bæði leikið og æft hér á Reykjavíkursvæðinu.

Fyrsti leikur helgarinnar er í kvöld en þá mætast SR og Víkingar í deildarkeppni karla og fer leikurinn fram í Laugardalnum og hefst klukkan 20.15. Það er orðið ljóst að Björninn og Víkingar koma til með að leika um íslandsmeistaratitilinn þetta árið en leikur kvöldsins hefur engu að síður töluvert vægi. 

Í Egilshöllinni leika í kvöld kvennalandsliðið og 3. flokkur Bjarnarins en um er að ræða leik sem er hluti af undirbúningi kvennaliðsins fyrir HM-mótið sem fram fer í apríl nk. Leikurinn hefst um klukkan 19.15. Kvennaliðið mun síðan leika annan leik á morgun ásamt því að æfa um helgina.

Á morgun hefst síðan mót í 3. flokki en það mót fer fram í Egilshöllinni. Mótið er hluti af íslandsmótaröð en dagskrá þess má finna hér

Helginni lýkur síðan með leik SR og Ynja í deildarkeppni kvenna en sá leikur fer fram á sunnudaginn í Laugardalnum og hefst klukkan 20.15. Þrír leikir eru eftir í kvennakeppninni og taka SR-konur þátt í þeim öllum. 

HH