Hokkíhelgin

Frá barnamóti
Frá barnamóti

Hokkíhelgin að þessu sinni fer öll fram norðanlands enda báðar skautahallirnar uppteknar þessa helgina vegna annarra verkefna.

Á morgun munu leikmenn, foreldrar og aðrir aðstandendur barna í 5; 6. og 7 flokki taka daginn snemma því að fyrsti leikur er settur á klukanna 8.00. Mótin í þessum flokki eru bráðskemmtileg á að horfa því leikgleðin er mikil og allir mæta til leiks til að hafa gaman að. Þegar mótinu lýkur hafa 34 leikir verið leiknir í mótinu. Dagskrá mótsins má finna hér.    

Að loknum löngum degi í barnamótinu á morgun, laugardag, mætast Víkingar og Skautafélag Reykjavíkur í meistaraflokki karla og hefst leikurinn klukkan 19.30. Þessi sömu lið léku um síðasta helgi nema hvað þá fór leikurinn fram á heimavelli SR-inga. Þeim leik lauk með sigri Víkinga sem gerðu 5 mörk gegn 2 mörkum SR-inga. SR-ingar höfðu þó frumkvæðið hvað markaskorun varðaði til að byrja með og komust í 2 - 0. Víkingar geta hinsvegar með sigri minnkað forskot Bjarnarmanna í fjögur stig með sigri í baráttu liðanna um heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni.

Mynd: Ómar Þór Edvardsson

HH