Hokkíhelgin

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Hokkíhelgin að þessu sinni er bæði sunnan og norðan heiða að þessu sinni.

Í skautahöllinni í Laugardal mætast Skautafélag Reykjavíkur og Björninn í meistaraflokki kvenna og hefst leikurinn klukkan 19.30. Síðast þegar liðin léku voru skoruð þrettán mörk í 8 - 5 sigri Bjarnarkvenna og ekki ólíklegt að eitthvað svipað eigi sér stað í leiknum í kvöld. Liðslista liðanna má sjá undir tölfræðisíðu.

Á Akureyri mætast lið Skautafélags Akureyrar og Bjarnarins í 3. flokki á morgun, laugardag. Fyrri leikurinn hefst klukkan 16.30 en ekki er komin föst tímasetning á siðari leikinn.

Mynd: Gunnar Jónatansson

HH