Hokkíhelgin

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Hokkíhelgin að þessu sinni fer fram bæði norðan og sunnan heiða. Hún hefst strax í kvöld þegar SR og Björninn mætast í 4. flokki en þetta er fyrsti leikurinn í mótinu en alls eru leikirnir tólf sem leiknir verða næstu daga. Þetta er fyrsta mótið í flokknum sem telur til stiga í íslandsmóti en dagskrá mótsins má sjá hér.

Á morgun fer síðan fram einn leikur í meistaraflokki karla þegar Jötnar og Skautafélag Reykjavíkur mætast á Akureyri og hefst leikurinn klukkan 17.30. Liðslistar eru ekki komnir í hús en ekki kæmi á óvart þótt liðin bæru þess einhver merki að stutt er í prófatíð í skólum. Þetta er annar leikur liðanna á tímabilinu en sá fyrri, sem fram fór í Laugardalnum, endaði með 8 - 1 sigri SR-inga.

Mynd: Ásgrímur Ágústsson

HH