Hokkíhelgin

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Hokkíhelgin að þessu sinni markar þau tímamót að að henni lokinni er íslandsmótið, bæði í kvenna- og karlaflokki hálfnað. Tveir leikir eru á dagskránni og fara þeir báðir fram á Akureyri á morgun laugardag.

Klukkan 16.30 mætast Víkingar og SR á í meistaraflokki karla. Þetta er í annað sinn sem liðin mætast á tímabilinu en í fyrsta leik liðanna unnu Víkingar öruggan 0 -  5 sigur á heimavelli SR-inga í Laugardalnum. Liðstilling beggja lið er nokkuð svipuð og verið hefur nema hvað hjá Víkingum er Sigmundur Sveinsson mættur aftur til leiks en hjá SR-ingum þeir Arnþór Bjarnason og Egill Þormóðsson.

Að leik karlaliðanna loknum mætast Skautafélag Reykjavíkur og Skautafélag Akureyrar í meistaraflokki kvenna. Miðað við úrslit úr fyrri viðureignum má gera ráð fyrir að mikið verði skorað í leiknum. Norðankonur mæta með mikið mannval í leikinn, fjórar línur, og staða þeirra því góð einsog undanfarin ár.  

Mynd: Ásgrímur Ágústsson

HH