Hokkíhelgin

Frá barnamóti
Frá barnamóti

Hokkíhelgin að þessu sinni er uppfull af skemmtilegum leikjum sem fara fram bæði sunnan- og norðanlands.

Fyrst ber að nefna að á morgun klukkan 17.30 leika á Akureyri lið Jötna og Bjarnarins í meistaraflokki karla. Jötnar hafa í mörgum leikjum á þessu tímabilið skartað mörgum nýliðum sem eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. Bjarnarliðið sem styrkti sig skömmu áður en félagaskiptaglugginn lokaði hefur verið á góðri siglingu þetta tímabilið og er nú í efsta sæti deildarkeppninnar. Það gæti þvi orðið á brattann að sækja fyrir Jötna en áhugasamir geta fylgst með leiknum í textalýsingu hér á ÍHÍ vefnum en einnig ætti leikurinn að vera á SA TV.

Allir hinir leikirnir þessa helgina verða leiknir í Egilshöllinni. Þar kemur framtíðin og ungviðið okkar saman í móti 5; 6. og 7. flokks og verður án nokkurs vafa mikið fjör á staðnum. Dagskránna á mótinu má sjá hér.

Mynd: Ásgrímur Ágústsson

HH