Hokkíhelgin

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Hokkíhelgin að þessu sinni samanstendur af tveimur leikjum og fara þeir báðir fram í Egilshöll á morgun, laugardag.

Fyrri leikurinn er leiku Húna og Víkinga í meistaraflokki karla og hefst hann klukkan 16.30. Húnaliðið hefur leikið sex leiki á þessu tímabili og hefur unnið þrjá þeirra og tapað þremur. Liðið er í þriðja sæti með 9 stig, fjórum stigum á eftir Víkingum.
Lið Víkinga hefur þennan veturinn verið nokkuð þunnskipað en liðið er í öðru sæti með 13 stig en hefur rétt einsog Húnar leikið sex leiki. Með sigri á morgun færist það nær Birninum sem er efsturmeð tuttugu stig en Björninn hefur leikið einum leik meira.

Að leik karlanna loknum leika Björninn og Skautafélag Akureyrar í meistaraflokki kvenna. Eftir að mótafyrirkomulagi var breytt í kvennaflokki hafa leikirnir orðið jafnari. Bjarnarkonur hafa þriggja stiga forskot á SA-konur sem eiga leik til góða og því má telja öruggt að hart verði barist um stigin þrjú sem eru í boð.

Mynd: Gunnar Jónatansson

HH