Hokkíhelgin

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Hokkíhelgin að þessu sinni fer fram í báðum höllum sunnan heiða þessa helgina.

Á morgun klukkan 16.30 mætast í Egilshöllinni Björninn og Víkingar í meistaraflokki karla. Eitt stig skilur liðin að í fyrsta og öðru sæti  og þar hefur Björninn betur en bæði liðin hafa leikið fimm leiki.

Liðslisti Bjarnarins hefur ekki enn borist.

Hjá Víkingum er varnarmaðurinn Sigurður Óli Árnason enn meiddur en einn nýr, en samt notaður, leikmaður er á liðslistanum en það er Rúnar F. Rúnarsson sem lék með norðanmönnum um árabil.

Í Laugardalnum fer síðan fram helgarmót í 3. flokki en þetta er annað mótið sem haldið er á þessu tímabili. Dagskrá mótsins má sjá hér.

Mynd: Gunnar Jónatansson

HH