Hokkíhelgin

Hokkíhelgin að þessu sinni er fjölbreyttara lagi þó einungis verði einn leikur á íslandsmótinu um þessa helgi.

Það er leikur SR Fálka og Jötnar í meistaraflokki karla og fer leikurinn fram í skautahöllinni í Laugardal og hefst klukkan 18.30. Bæði liðin eru stigalaus eftir að hafa leikið þrjá leiki og því nokkuð augljóst að stigin þrjú sem í boði eru verða eftirsóknarverð. Liðslistar fyrir bæði liðin eru ekki komnir en verða birtir á tölfræðisíðunni hjá okkur um leið og hægt er.

Í Egilshöllinni fer síðan fram stórt alþjóðlegt mót þar sem lið, mestmegnis skipuð heldri leikmönnum, etja kappi. Kvennalandsliðið mun einnig nýta helgina til keppni og æfinga en dagskrá mótsins er hægra meginn á síðunni hjá okkur.

Ekki má svo gleyma kynningardegi fyrir stelpur sem félögin í Reykjavík standa saman að en sjá má kynningu um hann á fésbókarsíðu ÍHÍ.

HH