Hokkíhelgin

Mynd: Ásgrímur Ágústsson
Mynd: Ásgrímur Ágústsson

Hokkíhelgin að þessu sinni er samblanda af leik og æfingum og fer það allt fram hérna sunnan heiða.

Á morgun laugardag mætast í skautahöllinni í Laugardal SR Fálkar og Jötnar og hefst leikurinn klukkan 18.30. Liðin munu birtast á tölfræðisíðu ÍHÍ á fyrri partinn á morgun. Bæði verða skipuð ungum leikmönnum því að þessa dagana standa einnig yfir landsliðsæfingabúðir U18 ára liðsins og munu margir leikmenn sem hafa verið í þeim munu einnig leika leikinn á morgun. Leikurinn er eini opinber leikurinn sem fram fer milli jóla og nýárs en ekki er ólíklegt að einhverjir muni taka jólahokkíleik sér til hressingar.

HH