Hokkíhelgin

Frá síðasta leik Bjarnarins og SR
Frá síðasta leik Bjarnarins og SR

Þrír leikir eru á dagskrá þessa helgina og fara þeir allir fram í Laugardalnum. Tveir leikjanna eru í meistaraflokki karla en einn í 3. flokki.

Fjörið hefst í kvöld en þá mætast Skautafélag Reykjavíkur og Björninn og hefst leikurinn klukkan 20.00. Stutt er síðan þessi lið mættust síðast en þá unnu Bjarnarmenn 3 - 2 sigur í framlengdum leik þar sem Falur Birkir Guðnason tryggði Bjarnarmönnum aukastigið. Hjá heimamönnum í SR virðast flestir leikmenn klári en Styrmir Friðriksson er fjarverandi. Hjá Birninum er Hjalti Geir Friðriksson í leikbanni og Aron Knútsson meiddur. Tveir leikmenn eru einnig komnir inn en það eru þeir Trausti Bergmann og Andri Steinn Hauksson en sá síðastnefndi hefur tekið fram skautana að nýju eftir nokkurt hlé.

Fyrri leikur dagsins á morgun er síðan leikur SR og SA í 3. flokki og hefst sá leikur klukkan 18.30.

Strax að þeim leik loknum klukkan 20.30 mætast síðan UMFK Esja og SA Víkingar. Þessi sömu lið mættust um síðustu helgi og þá vann Esja 4 - 3 sigur í framlengdum leik. Ekki er á þessari stundu mikið vitað um liðskipan liðanna en þó vitað að Orri Blöndal er enn meiddur í baki. 

Mynd: Gunnar Jónatansson

HH