Hokkíhelgin

Frá síðasta Brynjumóti
Frá síðasta Brynjumóti

Ein af stærri hokkíhelgum vetrarins fer fram um helgina en allt í allt er þrjátíuogþrír leikir á dagskrá og allir fara þeir fram á Akureyri.

Einn leikur fer fram í meistaraflokki karla en á morgun, laugardag mætast lið SA Víkinga og UMFK Esju og hefst leikurinn klukkan 18.30. Liðin hafa mæst þrisvar sinnum í vetur, tvisvar sinnum hafa Víkingar borið sigur úr býtum en Esja einusinni.  Í þessum þremur leikjum hafa Víkingar gert fimmtán mörk á Esju sem svarað hefur fyrir sig með tíu mörkum. Liðslistar hafa ekki borist í hús en vitað er að Orri Blöndal glímir við bakmeiðsli hjá heimamönnum en hjá gestunum er Þórhallur Viðarsson tæpur og markmaðurinn Daníel Freyr Jóhannsson sem verið hefur veikur.

Hinir þrjátíu og tveir leikirnir sem fara fram eru allir í Brynjumótinu en dagskrá þess má finna hérna hægra meginn á síðunni. Barnarstarf allra félaganna er í góðum blóma þetta árið og því munu fjölmörg börn mæta á ísinn og hafa gaman af.

Mynd: Ásgrímur Ágústsson

HH