Hokkíhelgin

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Hokkíhelgin að þessu sinni samanstendur af svokölluðum tvíhöfða sem allur fer fram á Akureyri. Það er liðin sem mæsta munu mætast bæði laugardag og sunnudag.

Fyrri leikurinn á morgun, laugardag, er leikur SA Ynja og SR og hefst klukkan 16.30. Fyrir leikinn eru bæði liðin stigalaus en gestirnir í SR hafa bætt við sig mannskap síðan á síðasta ári og smátt og smátt hafa þær færst nær öðrum liðum. Norðankonur hafa hinsvegar, þrátt fyrir að hafa misst nokkuð af mannskap, enn töluverða breidd enda hefur kvennahokkíið verið í mestum blóma hjá þeim undanfarin ár.

Strax að leik kvennanna loknum leika SA og SR í 2. flokki karla.

Á sunnudeginum mun sagan síðan endurtaka sig, þ.e. klukkan 16.30 mætast Ynjur og SR og að leik þeirra loknum sömu lið í 2. flokki.

Leikirnir eru þó ekki það eina sem boðið verður uppá norðan heiða því einni mun ÍHÍ standa fyrir dómaranámskeiði sem allir eru velkomnir á.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH