Hokkíhelgin

Hokkíhelgin fer að þessu sinni fram í Reykjavík en alls eru fjórir leikir á dagskrá og ekki ólíklegt að hart verði barist enda nýr landsliðsþjálfari mættur til að horfa.

Fyrst ber að nefna leik kvöldsins sem er á milli SR og Bjarnarins í karlaflokki. Leikurinn hefst klukkan 19.45 og fer fram í Laugardalnum. Stigin þrjú sem eru í boði þar verða vel þeginn hjá báðum liðum en bæði liðin hafa leikið tvo leiki. SR-ingar fengu eitt stig útúr sínum en Björninn hefur enn ekki náð stigi. Heimamenn í SR hafa fengið Ævar Þór Björnsson og Miloslav Rachinsky inn í liðið. Björninn hefur misst töluvert af leikmönnum frá síðasta tímabili og því fjallið bratt hjá þeim þetta árið. Yngri leikmenn munu án nokkurs vafa stíga upp þegar líða fer á árið enda mikil og góð reynsla fyrir þá að spila þessa leiki.

Á morgun laugardag leika klukkan 18.45 í Laugardalnum UMFK Esja og SA Víkingar og hefst sá leikur klukkan 18.45. Liðið sem vinnur mun verma toppinn að leik loknum. Jussi Sipponen hefur farið mikinn í liði Víkinga og var með sex stig í síðasta leik. Spurningin er því hvort Esjumönnum tekst að stöðva hann. Víkingar fengu í gær leikheimild fyrir slóvenskan leikmann, Ivan Reitmayer. Einnig hafa þeir sótt um leikheimild fyrir Steve Papciak en ekki er ljóst á þessari stundu hvort hún fer í gegn.

Í Egilshöllinni mætast Björninn og SA Ásynjur í meistaraflokki kvenna og hefst leikurinn klukkan 19.00. Björninn missti sinn aðal markaskorara, Flosrúnu Vöku Jóhannesdóttir, til Noregs. Í staðinn hefur Björninn fengið til baka í vörnina þær Lilju Maríu Sigfúsdóttir og Elvu Hjálmarsdóttir auk Hönnu Rutar Heimisdóttir og Sigríðar Finnbogadóttir. 

Mynd: Gunnar Jónatansson

HH