Hokkíhelgin

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Hokkíhelgin að þessu sinni samanstendur af fimm leikjum og þríf af þeim eru í meistaraflokki karla.

Í kvöld ríða á vaðið lið Skautafélagas Reykjavíkur og SA Víkinga og fer leikurinn fram í Laugardalnum og hefst klukkan 19.45. Heimamenn í SR eru nú í þriðja sæti, tveimur stigum á eftir Birninum, sem hefur leikið leik meira. Flestir leikmenn SR-inga eru heilir nema hvað fyrirliðinn Tómas Tjörvi Ómarsson er frá. Hjá gestunum í Vikingum hafa veikir og meiddir leikmenn verið að jafna sig og mæta þeir þvi með breiðari hóp en í síðasta leik. Þó er skarð fyrir skild að Rett Vossler er fjarverandi, markvörður liðsins er fjarverandi, en hann á ekki heimangegnt af persónulegum ástæðum. Liðin mætast síðan aftur á morgun, laugardag og hefst sá leikur klukkan 18.45.

Þriðji leikurinn í meistaraflokki er leikur Bjarnarins og UMFK Esju í Egilshöll en sá leikur er á morgun, laugardag og hefst klukkan 19.00.  Þetta er annar leikur liðanna á skömmum tíma en liðin mættust síðastliðin þriðjudag og lauk þeim leik með sigri Bjarnarsins sem gerði fimm mörk gegn fjórum eftir að jafnt hafði verið að loknum hefðbundnum leiktíma. Bjarnarmenn stilla upp sterku liði þó eitthvað sé um að leikmenn séu fjarverandi. Tvær breytingar eru hinsvegar hjá Esju, Egill Þormóðsson er frá vegna meiðsla en inn kemur Þórhallur Viðarsson

Tveir leikir fara einnig fram í 3. flokki um helgina og má sjá tímasetningar þeirra hér til hægri.

Mynd: Gunnar Jónatansson

HH