Hokkíhelgin

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Það er af mörgu að taka þegar kemur að hokkí um þessa helgi en alls eru fimm leikir á dagskránni.

Fjörið hefst í kvöld þegar Skautafélag Reykjavíkur tekur á móti UMFK Esju í Skautahöllinni í Laugardal og hefst leikurinn klukkan 19.45. Heimamenn í SR, sem nú eru í þriðja sæti deildarkeppninnar, geta með sigri jafnað Björninn að stigum. Þó svo að gestirnir í Esju hafa að litlu að keppa en munu án efa spila á fullu en þeir gætu á endasprettinum sett strik í reikning liðanna sem berjast um sæti í úrslitunum. Ekki er vitað um nein meiðsli í herbúðum liðanna sem ættu því að geta stillt upp sínu besta liði í leiknum í kvöld.

Á laugardag og sunnudag munu SA Ynjur og Björninn mætast á Akureyri í svokölluðum tvíhöfða. Leikirnir tveir eru síðustu leikirnir í deildarkeppni kvenna þetta árið en úrslitakeppni kvenna hefst þriðjudaginn 24. febrúar á Akureyri. Leikirnir tveir eru því ágætis undirbúningur fyrir þá keppni. Ynjur munu nota skiptikerfið sem leyfilegt er í flokknum en enn er ekki vitað með hvaða lið Björninn mætir til leiks. Leikur liðanna á laugardeginum hefst um 18.30 en á sunnudeginum klukkan 10.

SA og Björninn munu einnig mætast í 2. flokki karla um helgina og hefjast þeir leikir klukkan 16.30 á laugardeginum og 08.00 á sunnudeginum.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH