Hokkíhelgin

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Tveir leikir fara fram á íslandsmóti kvenna um helgina en í báðum tilvikum mætast Skautafélag Reykjavíkur og SA Ynjur.

Fyrri leikurinn er á morgun, laugardag og hefst klukkan 20.00 en sá síðari fer fram á sunnudagsmorgun en sá leikur hefst klukkan 10.30.
Liðin hafa mæst tvisvar sinnum áður á þessum vetri og í bæði skiptin höfðu Ynjur nokkurra yfirburði. Fyrri leiknum lauk með 11 - 2 sigri þeirra en sá síðari fór 10 - 2. Bæði lið munu að einhverju leyti nota skiptireglur sem leyfðar eru í kvennaflokki.

SR og SA eiga einnig við í 2. fl á morgun og sunnudag. Fyrri leikurinn er klukkan 17.30 en á sunnudeginum verður dagurinn tekinn snemma og leikið klukkan 08.00

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH