Hokkíhelgin

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Einn leikur fer fram í Hertz-deildinni um helgina en þá mætast Björninn og Ynjur í kvennaflokki. Auk þess státar helgin af leik í 2. flokki ásamt helgarmóti í 4. flokki.

Einsog áður sagði verða það Björninn og Ynjur sem mætast en leikurinn fer fram á morgun, laugardag, í Egilshöllinni og hefst klukkan 19.00. Síðast þegar liðin mættust fóru Ynjur með sigur af hólmi en þær gerðu þá átta mörk gegn engu marki Bjarnarkvenna. Bjarnarkonur leika án Elvu Hjálmarsdóttir en bæði lið eru ágætlega mönnuð. 

Klukkan 16.30 fer fram á sama stað leikur Bjarnarins og SA í 2. flokki.

Bautamótið er á Akuireyri en um er að ræða mót í 4. flokki. Dagskrá þess má sjá hér.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH