Hokkíhelgin

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Eftir stutt frí í karlaflokki, vegna þátttöku í undankeppni Ólympíuleika, hefst íslandsmótið hjá þeim aftur á morgun laugardag með tveimur leikjum.

Á Akureyri mætast klukkan 16.30 mætast SA og Björninn Víkingar og fer leikurinn fram á Akureyri. Þegar liðin mættust síðast unnu Bjarnarmenn nokkuð öruggan 6 – 2 sigur en þá fóru mikinn í liði Bjarnarins þeir Falur Birkir Guðnason, Ryley Egan og og Eric Anderberg. Víkingar eru hinsvegar að hressast en þeir voru það lið sem náði flestum stigum útúr ofurhelginni, eða sex samtals.

Í Laugardalnum mætast síðan UMFK Esja og Skautafélag Reykjvíkur  og hefst sá leikur klukkan 18.30. Esja hefur um þessar mundir 11 stiga forskot á SR-inga. Það segir þó ekki alla söguna, síðast þegar liðin mættust þurfti framlengingu til að fá fram úrslit en það var Ólafur Hrafn Björnsson sem tryggði Esju aukastigið þegar framlengingn var tæplega hálfnuð. Andri Freyr Sverrisson verður ekki með Esju á morgun þar sem hann tekur út leikbann. Hjá SR-ingum er Steinar Páll Veigarsson kominn til baka eftir stutt hlé.

Að leik SA Víkinga og Bjarnarins loknum leika sömu lið í 3. flokki.

Mynd: Kári Freyr Jensson


HH