Hokkíhelgin

Það er fjörug hokkíhelgi framundan með leikjum bæði sunnan og norðan heiða.

Fjörið byrjar í kvöld klukkan 19.45 þegar SR og Björninn mætast í skautahöllinni í Laugardal. Ef leikurinn verður eitthvað í likingu við það þegar liðin mættust síðast er hægt að lofa spennandi leik.  Sá leikur fór fram um síðustu helgi og endaði með sigri Bjarnarins 3 - 4 eftir framlengingu og vítakeppni.

Annar leikur í meistaraflokki þessa helgina er leikur SA Ynja og Bjarnarins í meistaraflokki kvenna. Ynjur hafa fram til þessa gert lítið af að tapa en liðið hefur 11 stig eftir fjóra leiki. Bjarnarkvenna býður því erfitt verkefni á Akureyri á morgun.

Klukkan 18.30 á morgun mætast síðan UMFK Esja og SA Víkingar í Laugardalnum. Rétt einsog í fyrri leik karla um þessa helgi gæti einvígið orði spennandi en Víkingar höfðu sigur í síðasta leik leiðanna um síðastliðna helgi. Víkingum barst liðsauki í gær þegar Mario Mjelleli fékk leikheimild með liðinu.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH