Hokkíhelgin

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Tveir leikir verða spilaðir í meistaraflokki þessa helgina og fara þeir báðir fram á Akureyri.

Fyrri leikurinn verður leikinn á laugardaginn klukkan 19.30 en þá mætast SA Ásynjur og Björninn í meistaraflokki kvenna. Þetta er í annað skiptið á tímabilinu sem liðin mætast en fyrsta leikinn unnu Ásynjur nokkuð örugglega með átta mörkum gegn einu. Liðstilling Ásynja er nokkuð hefðbundin en hjá Birninum kemur Anna Birna Guðlaugsdóttir í markið en þetta er fyrsti leikur hennar milli stanganna á tímabilinu.

Liðin leika síðan aftur daginn eftir, þ.e. sunnudag og hefst sá leikur klukkan 19.00

Á Akureyri leika einnig á laugar- og sunnudag SA og Björninn í 2. Fl og hefst leikurinn á laugardeginum kl. 16.30 en á sunnudeginum klukkan 08.30

Um helgina fer einnig fram þrekpróf hjá karlalandsliði en upplýsingar um það má finna hér.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH