Hokkíhelgin

Þrír leikir eru á dagskrá um helgina og þar af einn í meistaraflokki.

Í skautahöllinni í Laugardal mætast á morgun, laugardag, UMFK Esja og Björninn og hefst leikurinn klukkan 18.45. Þetta er í þriðja sinn sem liðin mætast á tímabilinu en segja má að nokkur sveifla hafi verið í fyrstu tveimur leikjum liðanna. Esja vann fyrsta leikinn örugglega 8 – 1 en í næsta leik sneri Björninn sneri Björninn dæminu við og vann 5 – 1 sigur. Heimamenn munu stilla upp sterku liði einsog hingað til en liðið varð þó fyrir blóðtöku í vikunni þegar Björn Róbert Sigurðarson hélt í víking til Finnlands til að leika með Imatran Ketterä. Bjarnarmenn mæta með sitt sterkasta lið og því um að gera fyrir hokkþyrsta að mæta.

Tveir leikir í 3. Flokki eru á Akureyri um helgina en þar mætast SA og SR en sjá má tímasetningar þeirra leikja hér hægra meginn á síðunni.

Mynd: Gunnar Jónatansson 

HH