Hokkíhelgin

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Þrátt fyrir að jólin nálgist óðfluga er hvergi slakað á í íslandsmótinu því að á morgun laugardag fara fram tveir leikir í meistaraflokki á Akureyri.

Fyrri leikurinn er leikur Jötna og Húna og hefst hann klukkan 16.30. Bæði lið mæta ágætlega mönnuð til leiks samkvæmt leikmannalista á tölfræðisíðu og því má eiga von á spennandi  leik. Húnar eru í þriðja sæti deildarakeppninnar með 12 stig en Jötnar koma þremur stigum á eftir en bæði liðin hafa leikið níu leiki.

Að karlaleiknum loknum mætast Skautafélag Akureyrar og Björninn í meistaraflokki kvenna. Liðin berjast um þessar mundir um heimaleikjaréttinn í úrslitum sem fram fara í mars á næsta ári en SA-konur hafa um þessar mundir þriggja stiga forskot á Bjarnarkonur en bæði liðin hafa leikið sjö leiki.

Mynd: Ásgrímur Ágústsson

HH