Hokkíhelgin

Frá fyrri leik Jötna og SR Fálka
Frá fyrri leik Jötna og SR Fálka

Eftir stutt frí vegna prófa í framhaldsskólum hefst keppnistímabilið á morgun, laugardag, þegar fara fram tveir leikir og eru þeir báðir á Akureyri.

Fyrri leikurinn er leikur Jötna og SR Fálka og hefst hann klukkan 16.30. Fyrir leikinn eru liðin jöfn að stigum, þ.e. bæði lið hafa sex stig. Ekki liggur fyrir hverjir skipa liðin í leiknum á morgun en hana má sjá á tölfræðisíðu okkar á morgun.  


Síðari leikurinn er leikur Skautafélags Akureyrar og Skautafélags Reykjavíkur og hefst hann að fyrri leiknum loknum.  SA-konur sem eru jafnar Birninum að stigum og munu því með sigri ná þriggja stiga forskoti á Björninn. SR-konur munu mæta ágætlega mannaðar en einnig fá liðstyrk því íshokkíkona ársins, Jónína Margrét Guðbjartsdóttir, ásamt reynsluboltanum Guðrúnu Blöndal munu leika með þeim á morgun.

Mynd: Ágúst Ásgrímsson

HH