Hokkíhelgin

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Komandi helgi er blanda af hinu og þessu og af nægu að taka.

Einn leikur er fyrirhugaður í meistaraflokki karla en þar mætast Víkingar og SR Fálkar og fer leikurinn fram á Akureyri og hefst klukkan 17.30.  Víkingar hafa fengið til sín einn erlendan leikmann, Michael Short, en þeir hyggjast bæta enn meira við áður en félagaskiptaglugginn lokar. Andri Már Mikaelsson mun hinsvegar ekki leika með norðanmönnum þetta tímabilið heldur binda trúss sitt við sænska liðið Aseda en þar leika bræðurnir Dennis og Robin Hedström sem einnig leika með íslenska landsliðinu. SR-Fálkar mæta ágætlega mannaðir til leiks og því gæti orðið um spennandi leik að ræða.

Um helgina fer einnig fram 3ja flokks mót en það verður haldið í Egilshöll. Stig í mótinu telur til íslandsmeistara en alls verða haldin sex mót í þessum flokki á tímabilinu. Dagskrá mótsins má sjá hér.

Á Akureyri verða einnig haldnar um helgina æfingabúðir kvenna en þær eru hluti af viðamikilli dagskrá kvennalandsliðsins þetta tímabilið.

Síðast en ekki síst verður haldið dómaranámskeið á Akureyri og þangað eru allir velkomnir, bæði þeir sem hafa áhuga á að leggja fyrir sig dómgæslu en líka þeir sem hafa áhuga á að læra reglur leiksins betur.

Mynd: Sigurgeir Haraldsson

HH