Hokkíhelgin

Frá leik SR og Ásynja
Frá leik SR og Ásynja

Hokkíhelgin að þessu sinni er að mestu leyti undirlögð að af landsliðum Íslands þessa helgina með einni undantekningu þó.

Fyrst ber að nefna leik Ásynja og Skautafélags Reykjavíkur í meistaraflokki kvenna. Leikurinn fer fram í Skautahöllinni á Akureyri á morgun laugardag og hefst klukkan 17.30. Um er að ræða frestaðan leik frá síðasta ári.  Í kringum þennan leik hefur síðan verið komið fyrir æfingabúðum kvennalandsliðsins en stelpurnar undirbúa sig nú að kappi fyrir heimsmeistaramótið í II. deild sem haldið verður í Puigcerda á Spáni í byrjun apríl. Dagskrá æfingabúðanna má finna hér.

Aðrir leikir helgarinnar eru tveir leiki U20 ára landsliðs Íslands en liðið hefur á morgun leik í 2. deild b-riðils á heimsmeistaramóti Alþjóða Íshokkísambandsins. Fyrsti leikur íslenska liðsins er gegn Belgum og hefst hann klukkan 12.00 að íslenskum tíma. Á sunnudaginn leikur liðið síðan gegn Áströlum og hefst sá leikur einnig klukkan 12.00 Áhugasömum er bent á að hér hægra meginn á síðunni okkar er tengill á keppnina þar sem fylgjast má með textalýsingu frá leikjunum.

Mynd: Ómar Þór Edvardsson

HH