Hokkíhelgi framundan!

Það finnst eflaust mörgum að um hreina endurtekningu sé að ræða á leikjum helgarinnar í Hertz-deild karla.  Því er ekki fjarri lagi því að þessi lið mættust síðastliðna helgi.  Um hörkuspennandi viðureignir var að ræða og því ætti engin að láta þessa leiki framhjá sér fara!

Ynjur heimsækja SR-stelpur í Laugardalinn en Ynjur sitja þétta í öðru sæti deildarinnar á meðan SR situr á botninum með eitt stig.

3.flokkur SR og SA mætast einnig í Laugardalnum og spila á undan leik SR og Ynja í Hertz-deild kvenna.