Hokkíhelgi á Akureyri framundan

Um helgina fer fram á Akureyri bikarmót í fjórða aldursflokki drengja eða þeirra sem eru fæddir 1994 og 1995. Einnig eigast við SA og SR í öðrum flokki karla og er sá leikur hluti af Íslandsmóti. Allir leikirnir þessa helgi verða í beinni útsendingu á netinu og geta áhugasamir fylgst með leikjunum með því að ýta á takkann hér til hægri sem merktur er "Bein útsending".