Hokkíhelgi á Akureyri

Að þessu sinni fer hokkí helgarinnar fram á Akureyri. Fyrst ber að nefna tvo leiki í meistaraflokki kvenna milli Skautafélags Akureyrar og Bjarnarins og er fyrri leikurinn í kvöld og hefst klukkan 22.00 en sá síðari er á morgun og hefst klukkan 18.00. Í síðasta leik unnu Bjarnarstelpur nokkuð öruggan sigur á norðanstúlkum en sá leikur endaði 6 -1. Nokkrar mannabreytingar hafa verið í liði þeirra síðarnefndu þetta árið á meðan Björninn hefur að mestu haldið sínu en athygli vekur að bæði liðin eru að bæta við nýliðum og er það vel.

Eftir síðari leik stelpnanna á laugardeginum leika sömu lið í 2. flokki karla en liðin hafa leikið einn leik gegn hvort öðru á þessu ári. Þeim leik lyktaði með sigri SA-manna sem gerðu 4 mörk gegn 3 mörkum Bjarnarmanna.

HH