Hokkíhelgi

Á morgun, laugardag, kemur lið Jötna í heimsókn í Egilshöllina og leikur gegn Birninum í meistaraflokki karla en leikurinn hefst klukkan 18.30

Þetta er fimmti leikur Bjarnarmanna en fram að þessu hefur þeim gengið ágætlega að safna stigum en þeir hafa unnið þrjá leiki af fjórum og eru því með níu stig. Eini leikurinn sem Bjarnarmenn hafa tapað var gegn Víkingum. Bjarnarmenn geta því aftur aukið bilið milli sín og Víkinga með sigri í leiknum. Víkingar einsog Björninn hafa leikið fjóra leiki en eru þremur stigum fyrir aftan þá á meðan SR-ingar hafa unnið alla sína leiki. Ekki liggur fyrir leikmannalisti Jötna og því ekki vitað hversu sterku liði þeir stilla upp en Jötnar sýndu það í fyrra að á góðum degi geta þeir stolið stigum.

HH