Hokkíhelgi

Hokkíhelgin hefst stundvíslega klukkan 8 á morgun, laugardag en þá verður blásið til fyrsta leiks í barnamóti sem haldið er í Skautahöllinni á Akureyri. Þarna verða 7; 6. og 5 flokkar félaganna á ferðinni en dagskrá mótsins má finna hér.

Klukkan 19.30 annað kvöld leika síðan SA Jötnar og Björninn í meistaraflokki karla og fer leikurinn fram í Skautahöllinni á Akureyri. Gera má ráð fyrir hörkuleik en Jötnar gerðu góða ferð suður um síðustu helgi þegar þeir unnu Björninn í tvisvar sinnum. Með sigrunum náðu Jötnar tveggja stiga forystu á Björninn um leið og liðin höfðu sætaskipti í deildinni. Bjarnarmenn hafa því harma að hefna auk þess sem þeir vilja gjarnan hafa sætaskipti við Jötna. Að sama skapi munu Jötnar gefa Bjarnardrengjum lítinn grið í von um að auka enn á forskot sitt.  

Mynd: Sigurgeir Haraldsson

HH