Hokkíhelgi

Það fer lítið fyrir hokkíhelgi að þessu sinni. Fyrirhugaður var leikur SA og SR í 2. flokki karla en af ófyrirséðum ástæðum fer hann ekki fram. Það er því hokkífrí þessa helgina en eftir það munum konurnar og U20 landsliðið eiga sviðið í nokkurn tíma.

Eitt og annað er þó að gerast í íþróttinni þótt enginn verði leikurinn.

Í gær var birtur listi yfir þær konur sem koma tim með að mæta í fyrstu æfingabúðir kvennalandsliðsins. Undirbúningur fyrir búðirnar eru í fullum gangi og dagskrá væntanleg fljótlega

Bréf frá Olaf Eller til allra þeirra leikmanna sem koma til greina í karlalandslið Íslands má finna á tenglinum fyrir "Karlalandslið".

Eftir rúmlega viku heldur síðan U20 landsliðið í sína ferð og lokaundirbúningur liðsins að skýrast. Fréttir um æfingaleiki ofl. má finna undir tengli þess liðs.

HH