Hokkíhelgi

Um helgina fer fjörið fram á Akureyri og nóg af hokkí á boðstólum fyrir hokkíþyrsta.

SA Víkingar og Skautafélag Reykjavíkur hefja leikinn en í kvöld klukkan 22.00 en þar er um að ræða leik sem frestað var þann 30 október síðastliðin. Liðin hafa einungis leikið einn leik það sem af er þessu tímabili og þá fóru SR-ingar með nokkuð öruggan sigur af hólmi en þeir unnu leikinn með 5 mörkum gegn 2. SR-ingar mæta þvi fullir sjálfstrausts til leiks enda búnir að vinna alla sína leiki fyrir utan einn á þessu tímabili og staða þeirra því góð í deildinni. SA Víkingar hafa hinsvegar tapað sex stigum í baráttunni, því ámt því að tapa leiknum gegn gegn SR lágu þeir fyrir Jötnum fyrir stuttu. Víkingar ætla sér því einnig mikinn og hægt að lofa spennandi leik í kvöld.

Í fyrramálið hefst síðan barnamót í yngstu flokkunum. Eins og áður er dagskráin viðamikil en hana má finna hér. Rétt einsog áður verður gleðin við völd í mótinu og aðalatriðið er að vera með.

Á laugardagskvöldinu leika síðan aftur lið SA Víkinga og SR og hefst sá leikur klukkan 19.30. Það eru því sex stig í pottinum fyrir liðin tvö og rétt eins og með fyrri leikinn má lofa spennandi leik.

Mynd: Sigurgeir Haraldsson

HH