Hokkíhelgi

Hokkíhelgin að þessu sinni er leikur SA Jötna gegn Birninum og verður leikurinn í Skautahöllinni á Akureyri og hefst klukkan 17.30. Segja má að SA Jötnar hafi komið mörgum hokkíáhugamanninum á óvart með því að sigra SR í fyrsta leik sínum á tímabilinu. Helgi Gunnlaugsson setti tvö mörk í leiknum en það gerði einnig Josh Gribben sem virðist þennan veturinn, allavega til að byrja með, eingöngu ætla að spila með SA Jötnum.

Bjarnarmenn léku sinn fyrsta leik um síðustu helgi og töpuðu þar fyrir SA Víkingum með 6 mörkum gegn 3. Leikurinn var þó í járnum lengi vel og því verður gaman að sjá hvað Bjarnarmenn gera gegn SA Jötnum.

Myndina tók Sigurgeir Haraldsson

HH