Hokkíhelgi

Nú er komið að síðustu hokkíhelginni á tímabilinu og að þessu sinni er það 4. flokkurinn sem slær botninn í keppnistímabilið. Mótið hefst, einsog stundum áður, eldsnemma í fyrramálið og því lýkur í hádeginu á sunnudag með verðlaunaafhendingu. Dagskránna að mótinu má finna hér.

Í ljós kom vitleysa í stigagjöf fyrir 4. flokk B og hefur stigataflan á forsíðu því verið leiðrétt.

HH