Hokkíhelgi

Þrátt fyrir að úrslitin í meistaraflokki karla séu ráðin er langt frá því að keppnistímabilið sé búið. M.a. eigum við efitr úrslit í meistaraflokki kvenna, ásamt barna- og unglingamótum. Landsliðin eiga líka eftir verkefni. U18 ára liðið er í þessum skrifuðu orðum statt á Kastrup á leið til Eistlands. Karlalandsliðið fer til Eistlands í næsta mánuði ásamt því að kvennalandsliðið tekur þátt í NIAC-mótinu fyrir norðan.

Leikir helginnar fara þó allir fram á morgun. SA-yngri stelpur mæta í Egilshöllina og leikar þar við Björninn og hefst leikurinn klukkan 17.00. Bjarnarstúlkur hafa tryggt sér heimaleikjaréttinn í úrslitunum sem fara fram í apríl, en þá leika þær gegn sameinuðu SA liði þar sem það lið sem vinnur tvo leiki verður Íslandsmeistari. Leikurinn er því fínn undirbúningur hjá stelpunum enda hefur yngra lið SA verið að taka framförum í allan vetur.

Á Akureyri verður líka leikur en þar verður endurvakin svokölluð "Bæjarkeppni" en hún er undanfari núverandi Íslandsmóts. Liðin sem leikar eru að sjálfsögðu lið Akureyrar og Reykjavíkur sem keppa og er leikurinn hluti af Vetraríþróttahátíð. Leikurinn hefst klukkan 17.30.    

HH