Hokkíhelgi

Mynd: Elvar Freyr Pálsson
Mynd: Elvar Freyr Pálsson

Hokkíhelgin að þessu sinni er í eigu kvenna og yngri leikmanna.

Í kvöld leika á Akureyri lið Ynja og Skautafélags Reykjavíkur og hefst leikurinn klukkan 22.00. Ynjur er það lið norðanmanna sem byggt er upp af yngri leikmönnum félagsins að mestu leyti. Skautafélagið er hinsvegar að ná góðum árangri í kvennnastarfinu og er það vel. Liðið hefur sótt í sig veðrið. Ynjur unnu Björninn nokkuð örugglega 1 - 5 í Egilshöllinni um síðustu helgi.

SR-ingar komu á síðasta tímabili með kvennalið til keppni eftir nokkurra ára hlé. Liðið hefur ekki leikið á þessu tímabili og því ekki vitað hvernig liðið kemur til leiks. Það er hinsvegar mikið ánægjuefni að félagið tefli fram liði í kvennaflokki þó svo að uppbyggingin muni taka einhver ár.

Í Egilshöllinni verður síðan haldið mót í 3. flokki en dagskrá mótsins má finna hér.